Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 06. júlí 2020 22:54
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sara Lissy: Komum með lið út í seinni hálfleik sem var allt annað en í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tapaði 2-1 gegn Haukum í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sara Lissy leikmaður Aftureldingar var svekkt eftir leik.

"Við erum náttúrlega ekkert sáttar að hafa ekki náð 3 stigum út úr þessum leik. Við vorum að búast við aðeins betri niðurstöðu." sagði Sara

Afturelding var betra liðið í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja eftir í síðari hálfleiknum og fékk á sig 2 mörk með stuttu millibilli. Sara átti fáar skýringar á því. "Ég bara veit það ekki alveg. Erfitt að segja. Ekki eitthvað sem manni langar að missa 1-0 forystu."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

En hvað klikkaði í seinni hálfleik?

"Við bara ákváðum að vera meiri í vörn en í sókn og svo kom Haukaliðið bara með allt annað lið út þannig séð og við komum sjálfar með lið út í seinnihálfleik sem var allt annað en í fyrrihálfleik." sagði Sara Lissy

Afturelding er með 4 stig eftir 4 leiki, eru þær sáttar með stigasöfnun í upphafi móts?

"Nei auðvitað ekki, það eru nóg af leikjum eftir þannig það getur allt gerst. Maður veit aldrei" 

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Völsungi 17. júlí og það leggst bara vel í þær. "Við ætlum að reyna að ná allavega 3 stigum úr þeim leikjum sem eru eftir. Það er bara að hugsa um þessi þrjú stig og spila betur en við erum búnar að vera gera í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum." sagði Sara að lokum

Athugasemdir
banner
banner