þri 06. júlí 2021 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk spáir í níundu umferð Pepsi Max-kvenna
Anna Björk í landsliðstreyjunni
Anna Björk í landsliðstreyjunni
Mynd: Getty Images
Fríða skorar í kvöld
Fríða skorar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níunda umferð Pepsi Max-deildar kvenna fer fram í dag, allir fimm leikirnir verða leiknir í kvöld.

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék með Le Havre í Frakklandi í vetur, spáir í leiki umferðarinnar.

Alexander Jóhannsdóttir spáði í leiki síðustu umferðar og var með einn leik réttan.

Fylkir 1 - 2 ÍBV (18:00)
Fylkir hafa náð í 7 stig í síðustu 3 leikjum á meðan ÍBV hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Bæði lið frekar óútreiknaleg og nær ÍBV í sterkan sigur þar sem DB Pridham og Viktorija skora mörkin fyrir ÍBV

Keflavík 0 - 0 Þór/KA (18:00)
Þetta verður mjög lokaður leikur og góður varnarleikur hjá báðum liðum og enda leikar með 0-0 jafntefli.

Stjarnan 2 - 0 Tindastóll (18:00)
Stjarnan er á skriði með þrjá sigurleiki í röð á bakinu og halda bara áfram og vinna þægilegan 2-0 sigur. Anna María keþur með óvænt mark og potar honum inn á línunni. Katrín virðist vera komin vel í gang og setur eitt úr víti.

Þróttur 2 - 3 Breiðablik (20:00)
Þróttur undir stjórn Nik geta staðið í öllum liðum deildarinnar og gefa Breiðablik alvöru leik, hins vegar hafa Breiðablik svarað vel eftir tapleikina sína í sumar og fara með nauman 3-2 sigur af hólmi. Agla María með tvö mörk fyrir Blika á meðan Ólöf Sigríður setur einnig tvö mörk fyrir Þrótt.

Selfoss 1 - 1 Valur (20:00)
Leikur umferðarinnar endar með 1-1 jafntefli í deild þar sem toppliðið nær engan veginn að slíta sig frá öðrum liðum. Selfoss hefur hikstað smá eftir frábæra byrjun og fara varlega inn í þennan leik. Þær komast snemma yfir með marki frá Fríðu eftir fast leikatriði. Valur jafnar svo í byrjun seinni hálfleiks með langskoti frá Mary Alice sem komst loksins í gang í síðasta leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner