Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júlí 2021 23:40
Victor Pálsson
Axel Freyr í Kórdrengi (Staðfest)
Lengjudeildin
Axel lék með Gróttu í fyrra.
Axel lék með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kórdrengir hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en liðið hefur samið við leikmann.

Leikmaðurinn umtalaði er Axel Freyr Harðarsyni en hann kemur til félagsins frá Víkingi Reykjavík.

Axel spilar með Kórdrengum út tímabilið og reynir að hjálpa liðinu í toppbaráttunni í Lengjudeild.

Tilkynning Kórdrengja:

Kórdrengir hafa samið við Víking R. um lán á Axeli Frey Harðarsyni út leiktíðina.

Axel Freyr er 21 árs gamall framsækinn miðjumaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann lék 17 leiki með Gróttu í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili.

Axel Freyr hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið í stóru hlutverki í sínum liðum undanfarin ár.

Kórdrengir bjóða hann hjartanlega velkominn til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner