Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. júlí 2021 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Kristjáns: Þetta er fótbolti eins og hann er spilaður 2021
Mynd: Skjáskot
Síðari hálfleikur í leik Ítalíu og Spánar í undanúrslitum EM er nýhafinn.

Kjartan Atli Kjartansson ræddi við sérfræðingana í settinu þá Ólaf Kristjánsson og Kjartan Henry Finnbogason í leikhléinu. Staðan er markalaus í hálfleik.

Þrátt fyrir það er Óli Kristjáns heillaður af spilamennsku liðanna.

„Ekki mikið um færi og nátturulega engin mörk en þetta er fótbolti eins og fótbolti er spilaður 2021. Við erum að sjá þetta í meistaradeildinni og við erum búin að sjá þetta í topp deildum, það er ákefð, það eru einvigi, það er ofboðslegur hraði og það er taktísk stöðu barátta. Mér finnst þetta flottur leikur, einn af þeim betri í keppninni þó svo okkur vanti mörkin til að krydda."

Kjartan Henry telur að Spánverjar hafi verið mun betri í leiknum.

„Þeir hafa verið ofan á í öllu og Luis Enrique hefur greinilega lagt leikinn þannig upp að reyna þreyta þá og pirra og vera mikið með boltann. Busquets búinn að vera frábær á miðjunni, hann er svo klókur, það heldur áfram að koma manni á óvart. Tæknileg geta Spánverja er frábær."
Athugasemdir
banner
banner