Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spinazzola söng þjóðsönginn heima í stofu
Mynd: EPA
Ítalía mætir Spáni í undanúrslitaleik EM klukkan 19:00.

Leonardo Spinazzola varð fyrir því óláni að slíta hásin í 8-liða úrslitunum gegn Belgíu.

Hann fór í aðgerð og mun ekki geta spilað fótbolta í um sex mánuði. Hann er búinn að koma sér fyrir upp í sófa til að fylgjast með félögum sínum í ítalska landsliðinu í kvöld.

Það var birt fallegt myndband af honum og syni hans syngja saman þjóðsöng Ítalíu en ítalska landsliðið er þekkt fyrir að taka vel undir í þjóðsöngnum fyrir leiki sína. Myndbandið af Spinazzola taka lagið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner