Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 06. ágúst 2020 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas fór í aðgerð á hné - Endurhæfing framundan
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen fór í aðgerð á hné í gær en aðgerðin gekk vel. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon greindi frá því á Instagram.

Andri Lucas, sem er 18 ára gamall, sleit krossband á æfingu með unglingaliði Real Madrid og gekkst undir aðgerð í gær.

Það er gert ráð fyrir því að hann verði frá næsta hálfa árið eða svo en aðgerðin gekk afar vel.

Magnús Agnar, umboðsmaður á Stellar Nordic, birti mynd af Andra á spítalanum í dag og gekk aðgerðin afar vel.

Andri gekk til liðs við Real Madrid frá Espanyol árið 2018 en Guardian var með hann á lista yfir efnilegustu leikmenn heims á síðasta ári.

Hann á þá 33 leiki og 14 mörk að baki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir