Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. ágúst 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Aubameyang sagður nálægt því að gera nýjan samning
Mynd: Getty Images
Sky og The Telegraph greina frá því í dag að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé nálægt því að framlengja samning sinn hjá félaginu til ársins 2023.

Núverandi samningur Aubameyang rennur út næsta sumar og óvissa hefur verið í kringum framtíð hans.

Viðræður á milli aðila hafa gengið vel undanfarna daga eftir að Aubameyang tryggði Arsenal bikarmeistaratitilinn eftir úrslitaleik gegn Chelsea um síðustu helgi.

Arsenal ku nú vera að ganga frá samningi sem Aubameyang gæti skrifað undir á næstu dögum.

Hinn 31 árs gamli Aubameyang mun fá 250 þúsund pund í laun á viku auk veglegra bónusa ef hann skrifar undir samninginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner