fim 06. ágúst 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Verður ekki létt að komast upp
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson segir að það verði krefjandi verkefni að koma Esbjerg aftur í dönsku úrvalsdeildina.

Ólafur hætti sem þjálfari FH í síðasta mánuði og tók við Esbjerg.

Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og stefnir á að fara beint aftur upp en keppni í dönsku B-deildinn hefst í næsta mánuði.

„Eitt af því sem ég hef sagt við leikmennina er að horfa fram veginn. Það er engin ástæða til að kíkja í baksýnisspegilinn því að við verðum ekki betri þannig," sagði Ólafur í viðtali við heimasíðu Esbjerg.

„Staðreyndin er sú að við erum að fara að spila í NordicBet deildinni og það verður ekki létt verkefni að enda í einu af tveimur efstu sætunum sem er markmið okkar í Esbjerg."
Athugasemdir
banner
banner
banner