De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Aldís Guðlaugsdóttir: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
   þri 06. ágúst 2024 21:47
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona góðar stöður sem við komumst í sem endaði í langskotum og fyrirgjöfum sem við kannski gerðum ekki alveg nógu vel með og einmitt það er ekki fyrr en við fáum vítið sem við náum að brjóta þá og það var mikilvægt því þeir vörðust vel" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Fylki í 16. umferð bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Mér fannst við í fyrri hálfleik hægir á boltanum. Vorum að bíða einhvernveginn eftir að því að þeir kæmust í blokkirnar sínar og ætla þá að fara af stað í stað þess að fara hraðar og spila boltanum hraðar  og þannig hreyfa þá. Þegar við gerðum það fannst mér við komast í góðar stöður þannig að já hálf sloppy við það. 

Svo fannst mér eftir að við komumst í tvö - núll í seinni hálfleik við líka einhvernveginn að fara að grinda út leikinn og ég var ekkert sáttur við það heldur og vildi meiri kraft í þetta. Því það er stórhættulegt að ætla að fara að verja einhverja 2 - 0 forystu svona snemma. 

Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að elta, það er að segja í leikjafjölda, ert einum tveimur leikjum færra, veit ekki hvort að það sé hægt að segja að setja okkur undir smá pressu að þurfa að vinna þá leiki og í raun og veru hefur sumarið þróast svona. Við höfum spilað 16 leiki í sumar, tvisvar við Víking og einu sinni á sama tíma og þeir og einu sinni á undan þeim. Tíu - ellefu sinnum á eftir þeim þannig að við höfum þurft að elta þá í allt sumar og bilið verður oft mikið og við höfum gert vel að missa þá ekki frá okkur.  Eins og ég hef alltaf sagt, þegar nálgast úrslitakeppni að vera nálægt toppsætinu og þá eru okku allir vegir færir.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um komu Alfreðs Finnbogasonar í starf hjá Breiðabliki. 


Athugasemdir
banner