Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
banner
   þri 06. ágúst 2024 21:47
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona góðar stöður sem við komumst í sem endaði í langskotum og fyrirgjöfum sem við kannski gerðum ekki alveg nógu vel með og einmitt það er ekki fyrr en við fáum vítið sem við náum að brjóta þá og það var mikilvægt því þeir vörðust vel" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Fylki í 16. umferð bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Mér fannst við í fyrri hálfleik hægir á boltanum. Vorum að bíða einhvernveginn eftir að því að þeir kæmust í blokkirnar sínar og ætla þá að fara af stað í stað þess að fara hraðar og spila boltanum hraðar  og þannig hreyfa þá. Þegar við gerðum það fannst mér við komast í góðar stöður þannig að já hálf sloppy við það. 

Svo fannst mér eftir að við komumst í tvö - núll í seinni hálfleik við líka einhvernveginn að fara að grinda út leikinn og ég var ekkert sáttur við það heldur og vildi meiri kraft í þetta. Því það er stórhættulegt að ætla að fara að verja einhverja 2 - 0 forystu svona snemma. 

Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að elta, það er að segja í leikjafjölda, ert einum tveimur leikjum færra, veit ekki hvort að það sé hægt að segja að setja okkur undir smá pressu að þurfa að vinna þá leiki og í raun og veru hefur sumarið þróast svona. Við höfum spilað 16 leiki í sumar, tvisvar við Víking og einu sinni á sama tíma og þeir og einu sinni á undan þeim. Tíu - ellefu sinnum á eftir þeim þannig að við höfum þurft að elta þá í allt sumar og bilið verður oft mikið og við höfum gert vel að missa þá ekki frá okkur.  Eins og ég hef alltaf sagt, þegar nálgast úrslitakeppni að vera nálægt toppsætinu og þá eru okku allir vegir færir.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um komu Alfreðs Finnbogasonar í starf hjá Breiðabliki. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner