Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 06. ágúst 2024 21:47
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona góðar stöður sem við komumst í sem endaði í langskotum og fyrirgjöfum sem við kannski gerðum ekki alveg nógu vel með og einmitt það er ekki fyrr en við fáum vítið sem við náum að brjóta þá og það var mikilvægt því þeir vörðust vel" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Fylki í 16. umferð bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Mér fannst við í fyrri hálfleik hægir á boltanum. Vorum að bíða einhvernveginn eftir að því að þeir kæmust í blokkirnar sínar og ætla þá að fara af stað í stað þess að fara hraðar og spila boltanum hraðar  og þannig hreyfa þá. Þegar við gerðum það fannst mér við komast í góðar stöður þannig að já hálf sloppy við það. 

Svo fannst mér eftir að við komumst í tvö - núll í seinni hálfleik við líka einhvernveginn að fara að grinda út leikinn og ég var ekkert sáttur við það heldur og vildi meiri kraft í þetta. Því það er stórhættulegt að ætla að fara að verja einhverja 2 - 0 forystu svona snemma. 

Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að elta, það er að segja í leikjafjölda, ert einum tveimur leikjum færra, veit ekki hvort að það sé hægt að segja að setja okkur undir smá pressu að þurfa að vinna þá leiki og í raun og veru hefur sumarið þróast svona. Við höfum spilað 16 leiki í sumar, tvisvar við Víking og einu sinni á sama tíma og þeir og einu sinni á undan þeim. Tíu - ellefu sinnum á eftir þeim þannig að við höfum þurft að elta þá í allt sumar og bilið verður oft mikið og við höfum gert vel að missa þá ekki frá okkur.  Eins og ég hef alltaf sagt, þegar nálgast úrslitakeppni að vera nálægt toppsætinu og þá eru okku allir vegir færir.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um komu Alfreðs Finnbogasonar í starf hjá Breiðabliki. 


Athugasemdir