Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 06. ágúst 2024 21:47
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona góðar stöður sem við komumst í sem endaði í langskotum og fyrirgjöfum sem við kannski gerðum ekki alveg nógu vel með og einmitt það er ekki fyrr en við fáum vítið sem við náum að brjóta þá og það var mikilvægt því þeir vörðust vel" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Fylki í 16. umferð bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Mér fannst við í fyrri hálfleik hægir á boltanum. Vorum að bíða einhvernveginn eftir að því að þeir kæmust í blokkirnar sínar og ætla þá að fara af stað í stað þess að fara hraðar og spila boltanum hraðar  og þannig hreyfa þá. Þegar við gerðum það fannst mér við komast í góðar stöður þannig að já hálf sloppy við það. 

Svo fannst mér eftir að við komumst í tvö - núll í seinni hálfleik við líka einhvernveginn að fara að grinda út leikinn og ég var ekkert sáttur við það heldur og vildi meiri kraft í þetta. Því það er stórhættulegt að ætla að fara að verja einhverja 2 - 0 forystu svona snemma. 

Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að elta, það er að segja í leikjafjölda, ert einum tveimur leikjum færra, veit ekki hvort að það sé hægt að segja að setja okkur undir smá pressu að þurfa að vinna þá leiki og í raun og veru hefur sumarið þróast svona. Við höfum spilað 16 leiki í sumar, tvisvar við Víking og einu sinni á sama tíma og þeir og einu sinni á undan þeim. Tíu - ellefu sinnum á eftir þeim þannig að við höfum þurft að elta þá í allt sumar og bilið verður oft mikið og við höfum gert vel að missa þá ekki frá okkur.  Eins og ég hef alltaf sagt, þegar nálgast úrslitakeppni að vera nálægt toppsætinu og þá eru okku allir vegir færir.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um komu Alfreðs Finnbogasonar í starf hjá Breiðabliki. 


Athugasemdir
banner
banner