Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
banner
   þri 06. ágúst 2024 22:04
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Líðanin er fín. Bara leiðinlegt að tapa og það hefur ekkert breyst neitt og breytist held ég aldrei. Heilt yfir fannst mér við bara gera ótrúlega fínan leik að mörgu leiti og spila vörnina ótrúlega fínt" sagði svekktur Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir 3 - 0 tap gegn Breiðabliki í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Þeir fá mjög ódýrt víti, gefins víti réttara sagt. Það er náttúrlega ekki víti, það er bara þannig og get sagt það hér og nú. Ég er búinn að sjá atvikið og og það er mjög dýrt að fá þannig á sig á erfiðum útivelli.

Ég er óánægður með að við erum að fá þessi mörk á okkur. Erum að fá tvö vítamörk á okkur og þetta mark í seinni hálfleik. Það sem ég er helst óánægður með er að við erum að fá fínar sóknir og spila okkur útúr pressunni þeirra og erum ekki nógu flinkir á síðasta þriðjung og það hefur verið okkar veikleiki í sumar. 

Við erum að vinna í styrkingu og vonandi náum við að loka því fyrir gluggalok. Erlendur leikmaður sem er að spila á Íslandi

Nánar er rætt við Rúnar Pál hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner