„Líðanin er fín. Bara leiðinlegt að tapa og það hefur ekkert breyst neitt og breytist held ég aldrei. Heilt yfir fannst mér við bara gera ótrúlega fínan leik að mörgu leiti og spila vörnina ótrúlega fínt" sagði svekktur Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir 3 - 0 tap gegn Breiðabliki í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Fylkir
Þeir fá mjög ódýrt víti, gefins víti réttara sagt. Það er náttúrlega ekki víti, það er bara þannig og get sagt það hér og nú. Ég er búinn að sjá atvikið og og það er mjög dýrt að fá þannig á sig á erfiðum útivelli.
Ég er óánægður með að við erum að fá þessi mörk á okkur. Erum að fá tvö vítamörk á okkur og þetta mark í seinni hálfleik. Það sem ég er helst óánægður með er að við erum að fá fínar sóknir og spila okkur útúr pressunni þeirra og erum ekki nógu flinkir á síðasta þriðjung og það hefur verið okkar veikleiki í sumar.
Við erum að vinna í styrkingu og vonandi náum við að loka því fyrir gluggalok. Erlendur leikmaður sem er að spila á Íslandi
Nánar er rætt við Rúnar Pál hér að ofan