Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 06. september 2018 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Getum flestallir talað við hann á sænsku
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingasvæðið í Schruns.
Æfingasvæðið í Schruns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir hafa verið mjög góðir," sagði Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net aðspurður út í hvernig síðustu dagar hafa verið. Ísland hefur síðustu daga æft í litlum fallegum í Austurríki, bæ að nafni Schruns.

Leikið verður gegn Sviss í St. Gallen í Þjóðadeildinni á laugardaginn en Ísland heldur yfir til Sviss í dag.

Þetta er fyrsta verkefni Íslands undir stjórn nýrra þjálfara, Svíans Erik Hamren og Freys Alexanderssonar.

„Það koma auðvitað einhverjar breytingar og nýjar áherslur, en þær eru ekki miklar. Það er ekki ástæða til að breyta rosalega mikla, en þegar það kemur nýr þjálfari í brúnna þá kemur hann með sínar áherslur. Það hefur verið að fara yfir það á þessum dögum."

„Erik Hamren er mjög flottur. Hann er búinn að vera með okkur í þrjá eða fjóra daga og hingað til er hann mjög flottur karl og ég hlakka til að vinna með honum."

„Við getum talað saman á sænsku, eins og flestallir hérna, það kunna flestir sænsku," sagði Arnór en hann spilar með stærsta félaginu í Svíþjóð, Malmö.

Malmö á rosalegu skriði í Svíþjóð
Arnór kveðst vera í góðu standi fyrir komandi leiki gegn Sviss og Belgíu. Hann er búinn að vera að spila mikið með Malmö sem hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið í sænsku úrvalsdeildinni eftir erfiða byrjun.

„Ég er búinn að vera að spila reglulega með Malmö. Það hefur gengið vel og við höfum ekki tapað leik eftir HM."

„Við tókum þjálfaraskipti eftir HM og breyttum leikkerfi. Það var farið yfir áherslur sem við vorum lélegir í og við bættum þær. Það hefur ekkert klikkað einhvern veginn og við ætlum að halda því áfram."

Leikurinn gegn Sviss er á laugardag. Arnór vonast til að fá einhverjar mínútur í þeim leik.

„Vill maður ekki alltaf fá að spila? Það veltur á þjálfaranum að spila manni, maður virðir þá ákvörðun sem hann tekur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner