Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 06. september 2020 17:06
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Hún ældi í hálfleik
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hundfúlt, við komum til að sækja nauðsynleg 3 stig en það gekk ekki svo við erum mjög fúlar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 4 - 2 tap gegn Fylki á Wurth vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Staðan var 1 - 1 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiks fékk Margrét Árnadóttir á sig rautt spjald fyrir að brjóta á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis.

„Ég sá ekki hvað gerðist," sagði Arna Sif. „Mér heyrist að hún hafi slegið til, en fyrir mér var þetta bara smá kýtingur inni í teig milli þeirra tveggja og hún fékk rauða spjaldið. Ég get ekki sagt neitt um þetta því ég sá þetta ekki nóg vel."

Seinni hálfleikurinn fór undarlega af stað því Þór/KA var manni færri. Hulda Karen Ingvarsdóttir var ekki mætt og sást sitja í tröpppunum upp að vallarsvæðinu. Hún fékk svo skiptingu tveimur mínútum síðar.

„Hún ældi í hálfleik og gat ekki komið og haldið áfram. Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta var bara allt í einu," sagði Arna Sif.

„Þetta var óþægilegt, hann var að fara að flauta á og við vissum ekki að það væri eitthvað að, en það vantaði einn leikmann. Við vissum því ekki að við myndum byrja manni færri en það var ekkert stórmál, við græjuðum það alveg en þetta var pínu óþægilegt."

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner