„Þetta var hundfúlt, við komum til að sækja nauðsynleg 3 stig en það gekk ekki svo við erum mjög fúlar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 4 - 2 tap gegn Fylki á Wurth vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 Þór/KA
Staðan var 1 - 1 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiks fékk Margrét Árnadóttir á sig rautt spjald fyrir að brjóta á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis.
„Ég sá ekki hvað gerðist," sagði Arna Sif. „Mér heyrist að hún hafi slegið til, en fyrir mér var þetta bara smá kýtingur inni í teig milli þeirra tveggja og hún fékk rauða spjaldið. Ég get ekki sagt neitt um þetta því ég sá þetta ekki nóg vel."
Seinni hálfleikurinn fór undarlega af stað því Þór/KA var manni færri. Hulda Karen Ingvarsdóttir var ekki mætt og sást sitja í tröpppunum upp að vallarsvæðinu. Hún fékk svo skiptingu tveimur mínútum síðar.
„Hún ældi í hálfleik og gat ekki komið og haldið áfram. Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta var bara allt í einu," sagði Arna Sif.
„Þetta var óþægilegt, hann var að fara að flauta á og við vissum ekki að það væri eitthvað að, en það vantaði einn leikmann. Við vissum því ekki að við myndum byrja manni færri en það var ekkert stórmál, við græjuðum það alveg en þetta var pínu óþægilegt."
Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir