Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Einar Guðna:
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
banner
   sun 06. september 2020 17:06
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Hún ældi í hálfleik
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hundfúlt, við komum til að sækja nauðsynleg 3 stig en það gekk ekki svo við erum mjög fúlar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 4 - 2 tap gegn Fylki á Wurth vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Staðan var 1 - 1 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiks fékk Margrét Árnadóttir á sig rautt spjald fyrir að brjóta á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis.

„Ég sá ekki hvað gerðist," sagði Arna Sif. „Mér heyrist að hún hafi slegið til, en fyrir mér var þetta bara smá kýtingur inni í teig milli þeirra tveggja og hún fékk rauða spjaldið. Ég get ekki sagt neitt um þetta því ég sá þetta ekki nóg vel."

Seinni hálfleikurinn fór undarlega af stað því Þór/KA var manni færri. Hulda Karen Ingvarsdóttir var ekki mætt og sást sitja í tröpppunum upp að vallarsvæðinu. Hún fékk svo skiptingu tveimur mínútum síðar.

„Hún ældi í hálfleik og gat ekki komið og haldið áfram. Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta var bara allt í einu," sagði Arna Sif.

„Þetta var óþægilegt, hann var að fara að flauta á og við vissum ekki að það væri eitthvað að, en það vantaði einn leikmann. Við vissum því ekki að við myndum byrja manni færri en það var ekkert stórmál, við græjuðum það alveg en þetta var pínu óþægilegt."

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner