Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 06. september 2020 17:06
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Hún ældi í hálfleik
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hundfúlt, við komum til að sækja nauðsynleg 3 stig en það gekk ekki svo við erum mjög fúlar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 4 - 2 tap gegn Fylki á Wurth vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Staðan var 1 - 1 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiks fékk Margrét Árnadóttir á sig rautt spjald fyrir að brjóta á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis.

„Ég sá ekki hvað gerðist," sagði Arna Sif. „Mér heyrist að hún hafi slegið til, en fyrir mér var þetta bara smá kýtingur inni í teig milli þeirra tveggja og hún fékk rauða spjaldið. Ég get ekki sagt neitt um þetta því ég sá þetta ekki nóg vel."

Seinni hálfleikurinn fór undarlega af stað því Þór/KA var manni færri. Hulda Karen Ingvarsdóttir var ekki mætt og sást sitja í tröpppunum upp að vallarsvæðinu. Hún fékk svo skiptingu tveimur mínútum síðar.

„Hún ældi í hálfleik og gat ekki komið og haldið áfram. Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta var bara allt í einu," sagði Arna Sif.

„Þetta var óþægilegt, hann var að fara að flauta á og við vissum ekki að það væri eitthvað að, en það vantaði einn leikmann. Við vissum því ekki að við myndum byrja manni færri en það var ekkert stórmál, við græjuðum það alveg en þetta var pínu óþægilegt."

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner