Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. september 2020 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst ÍBV mjög ofmetið lið: Bjuggumst við svo miklu meira
Lengjudeildin
Talað var um það fyrir mót að ÍBV myndi fara léttilega upp.
Talað var um það fyrir mót að ÍBV myndi fara léttilega upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson og Ian Jeffs, þjálfarar ÍBV.
Helgi Sigurðsson og Ian Jeffs, þjálfarar ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik ÍBV og Leiknis.
Úr leik ÍBV og Leiknis.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gary Martin er búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.
Gary Martin er búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætir Grindavík í býsna athyglisverðum leik í Lengjudeildinni annað kvöld.

„Grindavík er heitasta lið deildarinnar og hafa unnið þrjá leiki í röð. Þeir fengu þunga gagnrýni og hafa svarað henni á fótboltavellinum. Þeir eru að fara að mæta ÍBV sem eru að koma úr sínu fyrsta tapi. Stigasöfnunin hefur gengið mjög svo brösulega hjá Eyjamönnum," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum í gær.

„ÍBV þarf að fara að kíkja inn á við hvað er að gerast í leikjunum hjá þeim. Þeir eru að gera alltof mikið af jafnteflum, þeir eru ekki að klára leikina sína og það er lítið af mörkum. Það er lítill taktur í þeim," sagði Úlfur Blandon.

„Ef ÍBV ætlar sér að fara upp úr þessari deild, sem þeir að mínu mati ættu að gera, þá verða þeir að vinna þennan leik. Og ég held að þeir geri það."

Talað var um það fyrir tímabilið að ÍBV myndi fara létt með Lengjudeildina en svo hefur ekki verið. Liðið er búið að spila 13 leiki og er með 24 stig í fjórða sæti. Tómas Þór Þórðarson segir að ÍBV sé ofmetið lið.

„Ég er þrisvar sinnum á síðustu sex vikum búinn að benda ykkur á það, aðallega Elvari, hvað þetta ÍBV lið er ofmetið. Alltaf lítur Elvar undan og grettir sig, og vill ekki ræða þetta. Þetta er ekkert eðlilega ofmetið lið, þeir geta ekkert," sagði Tómas.

„Þeir eru með Gary Martin, gullskóhafa Pepsi Max-deildarinnar, þeir eru með Bjarna Ólaf Eiríksson sem á 700 landsleiki. Felix Örn Friðriksson..." sagði Elvar Geir.

„Ég sagði ekki fyrir mótið að þeir væru ofmetnir, ég sagði það þegar við vorum búnir að horfa á fótboltann sem þetta lið spilar. Hvað eru þeir búnir að vinna tvo af síðustu fimm leikjum? Hvað áttu þeir margar marktilraunir á móti Leikni? Eina?" sagði Tómas.

„Ástæðan fyrir því að verið var að spá þeim efsta sæti eru allir þessir karlar sem þeir eru með," sagði Elvar og þá sagði Tómas: „Ég tók þátt í því. Ég sagði að þeir myndu vinna þetta án þess að tapa leik. Horfðu á þetta lið, hver á að fara að gera eitthvað? Gary Martin byrjaði vel. En þegar þú horfir á samsetninguna í þessu liði."

„Ég sagði að þeir myndu vinna þetta án þess að tapa leik. Síðan fór ég að horfa á liðið spila, sérstaklega upp á síðkastið. Boltanum er neglt fram, eitthvað gert og ef þeir lenda undir: Guð minn góður. Varnarleikurinn er upp og ofan, Gary Martin fær varla að vera með, Víðir Þorvarðar er búinn að gera þetta allt og ekki og kominn heim aftur, Sito vantaði eitthvað félag til fá pening með, Jón Ingason er búinn að vera í háskólaboltanum, Felix er kominn heim úr misheppnaðari atvinnumennsku, Bjarni Ólafur er með gríðarlega reynslu en fæddur 1982 skilurðu? Þessir ungu strákar, ég er ánægður með hvað það eru margir Eyjamenn þarna en þeir eru ekki jafn spennandi eða jafn góðir og strákarnir í Fram, Leikni og Keflavík."

Þá sagði Úlfur: „Til að bæta ofan á það, þá eru þessir leikmenn sem voru fengnir til ÍBV til að teyma þessa ungu drengi áfram, þeir eru að spila töluvert undir getu. Mér finnst meðal annars að Gary Martin ætti að vera búinn að gera töluvert betur."

„Gary Martin til smá varnar, hvað ætti hann að gera?" sagði Tómas.

„Liðin droppa á móti þeim og hann þarf plássið til að hlaupa í. Hann þarf að fá sendingarnar aftur fyrir og menn eru ekki að koma honum á hann," segir Úlfur.

„Það sem þeir mega eiga er að þeir eru seigir, þeir eru bara búnir að tapa einum fótboltaleik," sagði Tómas og hélt áfram: „Þeir verða í þessari baráttu en við bjuggumst við svo miklu meira."

Fer Gary Martin?
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, segist stefna á það að klára ferilinn á Íslandi.

Hann var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóhanni Skúla Jónssyni í síðustu viku og fór þar um víðan völl. Í þættinum sagðist hann að hann myndi fara frá ÍBV ef liðið fer ekki upp í sumar.

„Ég hélt að við yrðum með nokkurra stiga forystu á toppnum á þessum tímapunkti, svo sú hugsun er farin að læðast að mér hvort ég þurfi að skipta um félag aftur. Það er ekki gott," sagði enski sóknarmaðurinn.

Rætt var um það í útvarpsþættinum að flest félög Pepsi Max-deildarinnar myndu vilja taka hann ef ÍBV fer ekki upp, en útvarpsþáttinn má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Íslenski boltinn - Leikmannahræringar og spennandi einvígi
Athugasemdir
banner
banner
banner