Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 06. september 2020 12:29
Victor Pálsson
Viss um að Messi haldi fyrirliðabandinu
Mynd: Getty Images
Jordi Mestre, fyrrum varaforseti Barcelona, er viss um að Lionel Messi muni halda fyrirliðabandinu hjá félaginu þó hann sé ósáttur að svo stöddu.

Eins og flestir vita vildi Messi komast burt fyrr í sumar en forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, vill ekki hleypa honum burt.

Ólíklegt er að Messi fari annað í þessum glugga en hann hefur sjálfur staðfest að það sé hans eigin vilji að semja við nýtt lið.

„Ég held að eins og er þá sé hann ekki ánægður. Ég hlustaði á viðtalið við hann og hann verður áfram þó hann vilji það ekki," sagði Mestre við Radio Catalunya en Messi opnaði sig í viðtali við Goal á dögunum.

„Vandamálið tengist ekki klúbbnum heldur forsetanum. Það eru vandræði á milli hans og forsetans."

„Ef forsetinn hefði viljað sjá Messi fara þá hefði félagið grætt verulega en hann vildi alltaf halda honum. Nú er tími til að róa hlutina og ná stjórn á þeim."

„Ég er viss um að hann verði áfram fyrirliði liðsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner