Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   þri 06. september 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Þorleifs rekinn eftir átta mánuði í starfi
Paulo Nagamura var í gær rekinn frá bandaríska félaginu Houston Dynamo en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Dynamo.

Nagamura tók við liði Houston í byrjun ársins og stýrði liðinu í 29 leikjum.

Liðið tapaði fyrir Seattle Sounders um helgina, 2-1, og var það kornið sem fyllti mælinn.

Hann hefur nú verið látinn fara frá félaginu og leitar það nú að arftaka hans.

Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston en hann kom til félagsins fyrr á árinu eftir að hafa verið valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar.

Íslendingurinn hefur gert frábærlega á sínu fyrsta tímabili og skorað 4 mörk ásamt því að leggja upp eitt en liðinu vegnaði ekki vel undir stjórn Nagamura og er í neðsta sæti Austur-deildarinnar með 29 stig.
Athugasemdir
banner