Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
banner
   fös 06. september 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
Icelandair
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.

„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."

Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.

„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."

„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner