Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   fös 06. september 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
Icelandair
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.

„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."

Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.

„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."

„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner