Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 06. september 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
Icelandair
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.

„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."

Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.

„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."

„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner