Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 06. september 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
Icelandair
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Orri Steinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.

„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."

Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.

„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."

„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner