„Þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum að stjórna leiknum og spila vel. Mér fannst við vera með stjórn allan leikinn," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.
Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.
Orri gerði fyrra mark Íslands með dúndurskalla þar sem hann hoppaði hæð sína.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Auðvitað er geggjað að byrja inn á og fá að spila fyrir framan þjóðina," sagði Orri.
„Þetta var geggjað mark og mjög gaman að skora. Ég hef ekki verið að skora mikið eftir horn á ferlinum. Þetta var búið að ganga vel á æfingum í vikunni og ég sá fyrir mér að ég gæti komið á nær og stangað hann inn. Það var gott að sjá."
Orri skoraði nákvæmlega svona mark á æfingu fyrr í vikunni.
„Þetta er allt af æfingasvæðinu og það er gott að sjá. Við erum fókuseraðir á æfingum og í leikjum, þá koma mörk... það er geggjað að vera með svona góða spyrnumenn eins og Jóa og Gylfa. Þá er þægilegt fyrir okkur að vita að við þurfum bara að taka hlaupið á réttum tíma og stanga hann inn."
„Ég talaði við Hákon Valdimars eftir leik og hann sagði að í mótvind hefði þetta dippað svona yfir markvörðinn. Ég og Hákon þekkjum vindinn vel af Nesinu. Það er auðvitað mikill vindur á Seltjarnarnesi og við vitum hvernig vindurinn virkar. Ef það hefði verið meðvindur hefði boltinn líklegast farið yfir," sagði Orri.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir