Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 06. september 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Já það var rætt fyrir leik. Það voru síðustu orð mín þegar við tókum hringinn áður en við fórum út á völlinn að það væri komin tími á að ná í þrjú stig í þessari keppni." Sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í kvöld eftir leikinn. 

„Þetta er auðvitað keppni sem er búin að gefa okkur tvo sénsa á að komast á stórmót þannig það þarf að bera virðingu fyrir henni og reyna að koma okkur aftur upp í A-deildina. Þá er auðvitað bara mikilvægt að ná í sigur í þessum leik og löngu komin tími á það." 

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu og fyrra markið sem Orri Steinn skoraði var virkilega vel gert. 

„Þetta var af æfingarsvæðinu. Við vorum búnir að plana það að nýta okkur nærsvæðið hjá þeim og nota blokkeringar. Frábær skalli hjá Orra og þetta var klárlega æft og Sölvi búin að koma flottur inn í teymið og klárlega búin að skoða þeirra veikleika og við nýttum okkur þá vel í dag." 

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í dag og segist vera í góðu standi. 

„í flottu stand og bara allt í góðu. Gaman að spila með þessu liði. Frábærir einstaklingar og mikill stígandi í þessu liði. Mér finnst svona undanfarnir mánuðir bara vera flottur andi og þegar menn meiðast þá eru aðrir að koma inn og gera flotta hluti. Það er komin bara svona einhver heild eða strúktúr á þetta lið sem er að ganga upp sem er auðvitað bara frábært." 

Nánar er rætt við Jóhann Berg Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir