Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 06. september 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Já það var rætt fyrir leik. Það voru síðustu orð mín þegar við tókum hringinn áður en við fórum út á völlinn að það væri komin tími á að ná í þrjú stig í þessari keppni." Sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í kvöld eftir leikinn. 

„Þetta er auðvitað keppni sem er búin að gefa okkur tvo sénsa á að komast á stórmót þannig það þarf að bera virðingu fyrir henni og reyna að koma okkur aftur upp í A-deildina. Þá er auðvitað bara mikilvægt að ná í sigur í þessum leik og löngu komin tími á það." 

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu og fyrra markið sem Orri Steinn skoraði var virkilega vel gert. 

„Þetta var af æfingarsvæðinu. Við vorum búnir að plana það að nýta okkur nærsvæðið hjá þeim og nota blokkeringar. Frábær skalli hjá Orra og þetta var klárlega æft og Sölvi búin að koma flottur inn í teymið og klárlega búin að skoða þeirra veikleika og við nýttum okkur þá vel í dag." 

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í dag og segist vera í góðu standi. 

„í flottu stand og bara allt í góðu. Gaman að spila með þessu liði. Frábærir einstaklingar og mikill stígandi í þessu liði. Mér finnst svona undanfarnir mánuðir bara vera flottur andi og þegar menn meiðast þá eru aðrir að koma inn og gera flotta hluti. Það er komin bara svona einhver heild eða strúktúr á þetta lið sem er að ganga upp sem er auðvitað bara frábært." 

Nánar er rætt við Jóhann Berg Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner