Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 06. september 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Já það var rætt fyrir leik. Það voru síðustu orð mín þegar við tókum hringinn áður en við fórum út á völlinn að það væri komin tími á að ná í þrjú stig í þessari keppni." Sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í kvöld eftir leikinn. 

„Þetta er auðvitað keppni sem er búin að gefa okkur tvo sénsa á að komast á stórmót þannig það þarf að bera virðingu fyrir henni og reyna að koma okkur aftur upp í A-deildina. Þá er auðvitað bara mikilvægt að ná í sigur í þessum leik og löngu komin tími á það." 

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu og fyrra markið sem Orri Steinn skoraði var virkilega vel gert. 

„Þetta var af æfingarsvæðinu. Við vorum búnir að plana það að nýta okkur nærsvæðið hjá þeim og nota blokkeringar. Frábær skalli hjá Orra og þetta var klárlega æft og Sölvi búin að koma flottur inn í teymið og klárlega búin að skoða þeirra veikleika og við nýttum okkur þá vel í dag." 

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í dag og segist vera í góðu standi. 

„í flottu stand og bara allt í góðu. Gaman að spila með þessu liði. Frábærir einstaklingar og mikill stígandi í þessu liði. Mér finnst svona undanfarnir mánuðir bara vera flottur andi og þegar menn meiðast þá eru aðrir að koma inn og gera flotta hluti. Það er komin bara svona einhver heild eða strúktúr á þetta lið sem er að ganga upp sem er auðvitað bara frábært." 

Nánar er rætt við Jóhann Berg Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner