Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fös 06. september 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Já það var rætt fyrir leik. Það voru síðustu orð mín þegar við tókum hringinn áður en við fórum út á völlinn að það væri komin tími á að ná í þrjú stig í þessari keppni." Sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í kvöld eftir leikinn. 

„Þetta er auðvitað keppni sem er búin að gefa okkur tvo sénsa á að komast á stórmót þannig það þarf að bera virðingu fyrir henni og reyna að koma okkur aftur upp í A-deildina. Þá er auðvitað bara mikilvægt að ná í sigur í þessum leik og löngu komin tími á það." 

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu og fyrra markið sem Orri Steinn skoraði var virkilega vel gert. 

„Þetta var af æfingarsvæðinu. Við vorum búnir að plana það að nýta okkur nærsvæðið hjá þeim og nota blokkeringar. Frábær skalli hjá Orra og þetta var klárlega æft og Sölvi búin að koma flottur inn í teymið og klárlega búin að skoða þeirra veikleika og við nýttum okkur þá vel í dag." 

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í dag og segist vera í góðu standi. 

„í flottu stand og bara allt í góðu. Gaman að spila með þessu liði. Frábærir einstaklingar og mikill stígandi í þessu liði. Mér finnst svona undanfarnir mánuðir bara vera flottur andi og þegar menn meiðast þá eru aðrir að koma inn og gera flotta hluti. Það er komin bara svona einhver heild eða strúktúr á þetta lið sem er að ganga upp sem er auðvitað bara frábært." 

Nánar er rætt við Jóhann Berg Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner