Þýski þjálfarinn Jürgen Klopp er mættur aftur í Dortmund-litina en hann mun þjálfa sérstakan heiðursleik þeirra Lukasz Piszczek and Jakub Blaszczykowski.
Klopp hætti hjá Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu í níu ár en áður náði hann gríðarlega flottum árangri með Dortmund.
Hann er staðráðinn í að taka sér eins árs frí frá fótbolta en hefur gert eina undantekningu.
Þjóðverjinn samþykkti að þjálfa Dortmund í sérstökum heiðursleik þeirra Piszczek og Blaszcykowski,
Báðir spiluðu undir stjórn Klopp hjá Dortmund. Piszczek lék með liðinu frá 2010 til 2021 á meðan Blaszcykowski var með liðinu frá 2007 til 2016.
Leikurinn fer fram á morgun á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund og munu margar gamlar stjörnur liðsins taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.
Jürgen Klopp is back in Dortmund.
— B/R Football (@brfootball) September 6, 2024
He's managing in the testimonial for Lukasz Piszczek and Jakub Blaszczykowski at the Westfalenstadion on Saturday ???? pic.twitter.com/ntauXQ6pLV
Athugasemdir