
Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska liðsins var magnaður í leiknum gegn Tyrkjum í kvöld. Miðvarðarparið hélt Yilmaz, framherja Tyrklands niðri í kvöld. Mögnuð frammistaða.
Lestu um leikinn: Tyrkland 0 - 3 Ísland
„Flottur sigur, við gerðum það sem við þurftum að gera og það sem við ætluðum okkur. Leikplanið gekk upp."
„Þetta var ótrúlega mikilvægur sigur. Þetta var eitthvað svo auðvelt fyrir okkur þarna í vörninni. Það var ekki mikið að gera en auðvitað var þetta gaman."
Finnar jöfnuðu á móti Króötum á lokamínútunni og segir Raggi þau úrslit frábær.
„Já, það var enginn sem bjóst við þessu. Við fögnuðum þessu innilega og nú erum við með allt í okkar höndum. Það er að sjálfsögðu bara frábært."
„Það verða allir stressaðir fyrir Kósóvó leikinn, hvern og einn Íslendingur. Þetta snýst um að stilla taugarnar og vera tilbúnir að gera hlutina rétt, eins og við gerðum í dag."
Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir