Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Saido Berahino lánaður til toppliðsins í Belgíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Saido Berahino, fyrrum leikmaður West Brom og Stoke City, er genginn í raðir Charleroi sem vermir toppsæti belgísku deildarinnar.

Berahino skrifaði undir tveggja ára samning við Zulte Waregem í Belgíu í fyrra eftir erfiða tíma á Englandi og reyndist hann besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Waregem á í fjárhagsvandræðum vegna Covid-19 og ákvað því að leyfa Berahino að yfirgefa félagið til að létta á útgjöldum.

Berahino skoraði 6 mörk í 18 deildarleikjum er Waregem endaði í níunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nú er hann genginn í raðir Charleroi sem vermir toppsætið með 19 stig eftir 8 umferðir. Charleroi endaði í 3. sæti í fyrra.

Berahino, 27 ára, þótti gríðarlega mikið efni þegar hann var að koma upp hjá West Brom og skoraði meðal annars 10 mörk í 11 leikjum fyrir U21 landslið Englendinga. Í dag á hann tólf landsleiki að baki fyrir Búrúndí.

Á sínu besta tímabili skoraði Berahino 20 mörk í 45 leikjum með West Brom, þar af 14 í 38 leikjum í úrvalsdeildinni. Þá var hann rétt skriðinn yfir tvítugsaldurinn og réði ekki við pressuna sem fylgdi því að vera eftirsóttur knattspyrnumaður.

Berahino vildi ólmur fara til Tottenham sumarið 2015 en West Brom hafnaði tilboðinu. Í janúar 2016 hafnaði West Brom tilboði Newcastle og hótaði Berahino að fara í verkfall ef hann yrði ekki seldur. Sambandið milli Berahino og West Brom var orðið slæmt, hann átti lélegt tímabil og var að lokum seldur til Stoke í janúar 2017. Hann náði sér aldrei á strik þar og skoraði 5 mörk í 56 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner