Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 06. október 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott: Mun líklega gráta í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Theo Walcott er búinn að skrifa undir lánssamning við Southampton sem gildir út tímabilið. Framherjinn verður svo frjáls ferða sinna næsta sumar þegar samningur hans við Everton rennur út.

Walcott heldur aftur á heimaslóðir en hann gekk fyrst í raðir Southampton þegar hann var aðeins 11 ára gamall. Hann er gríðarlega spenntur fyrir að halda aftur til Southampton, félagi sem hann er tengdur djúpum tilfinningaböndum.

„Ég fékk tilboð frá nokkrum félögum en um leið og Southampton blandaði sér í spilið kom ekkert annað til greina. Southampton er partur af mér og gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. Félagið mun alltaf eiga stað í hjarta mínu," sagði Walcott.

„Ég mun líklega gráta þegar ég spila fyrsta leikinn því þetta þýðir svo mikið fyrir mig. Ég get ekki þakkað öllum þeim sem komu að þessum skiptum nóg, ég er svo ánægður. Ég átti ekki orð þegar ég frétti að Southampton hafði áhuga, þetta var mjög auðveld ákvörðun.

„Ég hlakka til að starfa með stjóranum (Ralph Hasenhüttl) og öllum þessum ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp. Mér líður eins og ég hafi tekið rétta ákvörðun."


Walcott er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað í fremstu víglínu eða á vinstri kanti. Það verður áhugavert að fylgjast með hvar Hasenhüttl stillir honum upp í 4-4-2 leikkerfinu sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner