
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona, er spennt fyrir komandi verkefni þar sem Ísland getur tryggt sig inn á HM í fyrsta sinn í sögunni.
Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur í umspilinu fyrir HM þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik upp á það að komast inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.
Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur í umspilinu fyrir HM þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik upp á það að komast inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.
Íslenska liðið fær ekki að vita það fyrr en síðar í dag hver andstæðingurinn verður, en stelpurnar okkar mæta sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgal á eftir.
„Það er mjög gaman (að vera komin aftur til móts við hópinn), við erum allar mjög spenntar fyrir þessu og mjög gaman að hitta alla," segir Áslaug Munda í samtali við KSÍ TV.
„Þetta er öðruvísi, það er svolítið skrítið að geta ekki undirbúið sig strax, skrítið að vita ekki á móti hverjum þú ert að fara að spila eða hvar. Þá skiptir máli að vera vel einbeitt þegar við fáum að vita það og byrja strax."
Áslaug Munda er í einum virtasta háskóla í heimi, Harvard í Bandaríkjunum. Hún spilar þar með skólaliðinu en tímabilið hefur farið vel af stað hjá þeim.
„Okkur er búið að ganga vel. Við vorum ósigraðar þangað til í fyrradag. Þetta er búið að vera mjög gaman og það hefur gengið ágætlega persónulega," segir Áslaug Munda sem kemur til með að vera í eldlínunni gegn annað hvort Belgíu eða Portúgal þann 11. október. Hún byrjaði tvo síðustu leiki Íslands í vinstri bakverðinum.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var einnig tekin tali af KSÍ TV.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022
„Við erum bara alltaf mjög spenntar fyrir þessu og mjög gaman að hitta alla."#dottir #alltundir pic.twitter.com/ojnZ9Cl5Pw
Athugasemdir