Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 06. október 2022 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Bodö/Glimt þurftu að ganga á Emirates
Mynd: Bodö/Glimt

Leikur Arsenal og Bodö/Glimt er í fullum gangi á Emirates vellinum í London. Staðan er 2-0 fyrir heimamenn eftir um hálftíma leik.


Rúta Bodö/Glimt festist í þrengslum á leiðinni á völlinn og þurfti liðið því að ganga að vellinum. Þetta var nú þó ekki löng leið en þeir neyddust til að ganga endasprettinn.

Eddie Nketiah og Rob Holding skoruðu mörk Arsenal. Þetta er annað mark Nketiah í jafn mörgum leikjum í Evrópudeildinni í ár.

Twitter reikningur Bodö deildi myndbandi af hópnum ganga að Emirates.


Athugasemdir
banner