Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 15:35
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Brighton og Tottenham: Ange heldur sig við sama liðið
Mynd: Getty Images

Núna rétt í þessu var að hefjast leikur Brighton og Tottenham á Amex vellinum í Brighton.


Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, heldur sig við sama byrjunarlið og vann Manchester United 3-0 á Old Trafford í seinasta deilarleik Tottenham.

Margir settu spurningarmerki fyrir United leikinn við hversu opin miðjan þeirra gæti verið en hún virkaði vel í þeim leik og hann sér enga ástæðu til að breyta. Maddison, Bentancur og Kulusevski eru á miðsvæðinu.

Brighton stilla upp býsna sterku liði einnig. Ein breyting er gerð á varnarlínunni en Veltman kemur aftur inn í liðið fyrir Estupinan. Minteh kemur þá einnig inn í liðið fyrir Wieffer.

Tottenham: Vicario, Pedro Porro, Royal, Davies, Udogie, Hojbjerg, Sarr, Kulusevski, Johnson, Richarlison, Son (c).

Brighton: Steele, Igor Julio, Dunk (c), van Hecke, Hinshelwood, Gilmour, Gross, Milner, Buonanotte, Joao Pedro, Welbeck.


Athugasemdir
banner
banner
banner