Það fóru fjórir leikir fram í efstu deild kvenna í enska boltanum í dag þar sem Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar í 2-0 tapi West Ham á útivelli gegn stórliði Manchester City.
Lauren Hemp og Mary Fowler skoruðu mörkin og er Man City komið með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili á meðan Hamrarnir eru aðeins með eitt stig eftir að hafa gert jafntefli við Liverpool í annarri umferð.
Liverpool heimsótti Tottenham í dag og skóp góðan sigur eftir skemmtilega viðureign, þar sem Marie Therese Hobinger var hetjan og skoraði tvennu í 2-3 sigri.
Stórveldi Arsenal er þá aðeins með fimm stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar, eftir að hafa ekki tekist að skora gegn Everton í dag. Lokatölur 0-0 þrátt fyrir yfirburði heimakvenna sem áttu í erfiðleikum með að skapa góð færi gegn skipulögðum andstæðingum.
Leicester tapaði að lokum heimaleik gegn Crystal Palace.
Man City 2 - 0 West Ham
1-0 Lauren Hemp ('10)
2-0 Mary Fowler ('71)
Tottenham 2 - 3 Liverpool
0-1 Cornelia Kapocs ('10)
1-1 Taylor Hinds ('54, sjálfsmark)
1-2 Marie Therese Hobinger ('75)
2-2 Clare Hunt ('83)
2-3 Marie Therese Hobinger ('95, víti)
Arsenal 0 - 0 Everton
Leicester 0 - 2 Crystal Palace
Athugasemdir