Lesendur Fótbolta.net hafa meiri trú á því að Víkingur frekar en Breiðablik muni enda uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu 2024. Þessi tvö lið eru í einvígi um toppsæti Bestu deildarinnar og niðurstaðan ræðst mögulega ekki fyrr en í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.
Liðin eiga þrjá leiki eftir en það verða áhugaverðir leikir í dag; Víkingur fær Stjörnuna í heimsókn og svo tekur Breiðablik á móti Val.
Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum en Víkingur er með betri markatölu og það gæti mögulega á endanum ráðið úrslitum í þessari æsispennandi baráttu.
Í skoðanakönnun sem var á forsíðu spá 57% því að Víkingur vinni titilinn en 43% að það verði Breiðablik.
Liðin eiga þrjá leiki eftir en það verða áhugaverðir leikir í dag; Víkingur fær Stjörnuna í heimsókn og svo tekur Breiðablik á móti Val.
Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum en Víkingur er með betri markatölu og það gæti mögulega á endanum ráðið úrslitum í þessari æsispennandi baráttu.
Í skoðanakönnun sem var á forsíðu spá 57% því að Víkingur vinni titilinn en 43% að það verði Breiðablik.
Hvort liðið mun standa uppi sem Íslandsmeistari?
57% Víkingur (1696)
43% Breiðablik (1270)
Samtals atkvæði: 2966
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 10 | 7 | 10 | 44 - 48 | -4 | 37 |
2. KR | 27 | 9 | 7 | 11 | 56 - 49 | +7 | 34 |
3. Fram | 27 | 8 | 6 | 13 | 38 - 49 | -11 | 30 |
4. Vestri | 27 | 6 | 7 | 14 | 32 - 53 | -21 | 25 |
5. HK | 27 | 7 | 4 | 16 | 34 - 71 | -37 | 25 |
6. Fylkir | 27 | 5 | 6 | 16 | 32 - 60 | -28 | 21 |
Athugasemdir