Inter Miami varð deildarmeistari í MLS deildinni á dögunum eftir sigur á Columbus Crew.
Lionel Messi og Luis Suarez byrjuðu á bekknum í gærkvöldi þegar liðið lagði Toronto FC af velli.
Það stefndi allt í markalaust jafntefli en Leandro Campana skoraði sigurmarkið fyrir Inter Miami í uppbótatíma en Luis Suarez kom inn á og lagði upp sigurmarkið. Messi spilaði síðasta hálftímann í leiknum.
Dagur Dan Þórhallsson missti af þriðja leiknum í röð þegar Orlando City vann FC Cincinnati 3-1. Orlando mun spila í úrslitakeppninni en aðeins einn leikur er eftir af deildakeppninni.
Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City munu ekki fara í úrslitakeppnina en liðið vann 3-0 gegn Houston Dynamo í nótt. Nökkvi spilaði síðustu tuttugu mínúturnar.
Athugasemdir