Vinstri bakvörðurinn Darko Bulatovic gekk í raðir KA í sumarglugganum og fyllti skarð Birgis Baldvinssonar sem fór til Bandaríkjanna í háskólanám. Darko er 35 ára Svartfellingur sem hafði verið hjá KA tímabilið 2017. Hann hjálpaði KA að verða bikarmeistari í fyrsta sinn í haust.
Darko skrifaði undir hálfs árs samning við KA sem verður ekki endurnýjaður. Þetta staðfestir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net.
Darko skrifaði undir hálfs árs samning við KA sem verður ekki endurnýjaður. Þetta staðfestir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net.
„Það var aldrei spurning í okkar huga að hann myndi hjálpa okkur, hann stóð sig ótrúlega vel. Staðan er hins vegar þannig að við erum með Bigga sem er okkar strákur, hann kemur heim um áramótin, nýbúinn að framlengja samninginn sinn við okkur. Darko var meðvitaður um það að hann væri að hlaupa í skarðið fyrir Bigga á þessu ári og er að fara heim. Ég hef ekkert nema gott að segja um hann," segir Sævar.
Kom möguleikinn á að fá Darko óvænt upp í sumar?
„Nei, ég er örugglega sex sinnum búinn að reyna fá Darko aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann."
Mætir alfarið til Akureyrar um áramótin
„Ef við eigum okkar mann í stöðuna, sem við teljum að geti staðið sig jafnvel, þá gengur það fyrir. Við höfum aðeins verið að ströggla með vinstri bakvörðinn á meðan Biggi (23 ára) hefur verið í námi, höfum verið að bíða eftir því að hann komi og verði sá karakter sem hann er fyrir okkur allt árið. Hann er núna búinn að vera fimm ár í útláni eða í námi, núna er hann búinn og flytur til Akureyrar um áramótin. Ég hef engar áhyggjur af því að hann komi ekki sterkur inn."
Kaupmöguleiki í lánssamningnum
Í lok félagaskiptagluggans í sumar lánaði KA Ingimar Torbjörnsson Stöle til FH. Ingimar, sem er tvítugur bakvörður sem valinn var í U21 landsliðið á dögunum, stóð sig vel eftir komuna í Hafnarfjörðinn.
Í lánssamningnum er kaupmöguleiki fyrir Fimleikafélagið.
„Ingimar er á lánssamningi hjá FH til áramóta. Hann er í okkar plönum, en það er samt þannig að er gluggi fyrir FH ef þeir vilja stökkva á hann, FH getur keypt hann á ákveðna upphæð," segir Sævar.
Athugasemdir