Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool í viðræður við Tchouaméni
Mynd: EPA
Belgiski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri segir að enska félagið Liverpool sé búið að opna viðræður við Aurélien Tchouaméni, leikmann Real Madrid á Spáni.

Tchouaméni er 24 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2022.

Liverpool var lengi vel í baráttunni við Madrídarliðið um franska landsliðsmanninn en tapaði þeirri baráttu.

Félagið er nú sagt opið fyrir því að selja hann fyrir um það bil 50 milljónir punda.

Tavolieri segir að Liverpool hafi þegar rætt við föruneyti Tchouaméni um möguleg kaup á leikmanninum. Hann passar vel inn í hugmyndafræði Arne Slot.

Samkvæmt Tavolieri þá er Real Madrid að horfa til Rodri sem leikur með Manchester City á Englandi. Hann er í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband, en ætti að vera klár fyrir næsta tímabil.

Rodri var á dögunum valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð Ballon d'Or.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner