Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 09:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Mbappe sé með Ancelotti í fangelsi
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Gengur ekki vel hjá Mbappe.
Gengur ekki vel hjá Mbappe.
Mynd: Getty Images
Franska stórstjarnan Kylian Mbappe hefur skapað stórt vandamál fyrir Real Madrid en innkoma hans hefur haft slæm áhrif á liðið.

Mbappe gekk í raðir Real Madrid frá Paris Saint-Germain síðastliðið sumar og átti að taka hlutina upp á næsta skref, en annað hefur komið á daginn.

Mbappe er húðlatur varnarlega og það setur allt Real Madrid liðið í ójafnvægi. Innkoma Mbappe hefur til dæmis haft mjög slæm áhrif á Jude Bellingham sem hefur lítið sýnt á þessu tímabili.

Real Madrid tapaði 3-1 gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær og núna er verið að kalla eftir því að Carlo Ancelotti taki Mbappe einfaldlega úr liðinu.

„Mbappe er aldrei og verður aldrei sóknarmaður. Annað hvort á hann að vera á vinstri kantinum eða á bekknum," segir Daniel Riolo hjá RMC Sport í Frakklandi.

Á vinstri kantinum hjá Real Madrid er Vinicius Junior en Riolo telur Ancelotti vera í ákveðnu fangelsi þar sem hann þurfi að koma Mbappe fyrir í liðinu út frá því hversu mikil stórstjarna hann er.

„Getur Ancelotti tekur ábyrgð á svona ákvörðun. Þeir geta ekki haldið svona áfram, það er augljóst," segir Riolo.

Skipti Mbappe hafa svo sannarlega ekki heppnast en það virðist ekki vera pláss fyrir hann í þessu liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner