Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. desember 2019 09:07
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback framlengir - Heldur áfram til 2022
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, hefur framlengt samning sinn fram yfir HM 2022.

Lars tók við norska landsliðinu árið 2017 eftir að hafa áður stýrt íslenska landsliðinu með góðum árangri frá 2013 til 2016.

Hinn 71 árs gamli Lars lá undir feld á dögunum og íhugaði framtíð sína en á endanum ákvað hann að halda áfram með norska liðið fram yfir HM í Katar.

Norðmenn enduðu í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni EM en þeir mæta Serbum í umspili í mars næstkomandi.

Lars sagði eftir undirskriftina að markmið sitt sé að koma Norðmönnum á EM næsta sumar og í framhaldinu á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner