
Portúgal er að ganga frá Sviss í síðari hálfleik en liðið hefur skorað tvö mörk og Goncalo Ramos hefur komið að þeim báðum.
Hann kom liðinu í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik og hann lagði upp fjórða markið sem Raphael Guerreiro skoraði stuttu síðar.
Manuel Akanji náði að minnka muninn fyrir Sviss aðeins þremur mínútum eftir að Guerreiro skoraði.
Goncalo Ramos með sitt annað mark. Snyrtileg afgreiðsla sem Yann Sommer ræður ekki við og Ronaldo brosir breitt. Portúgal 3 - Sviss 0 pic.twitter.com/dseXNDe9TQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022
Portúgalar leika á als oddi! Raphael Guerreiro með fjórða mark þeirra pic.twitter.com/nWBghGMLDZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022
Það er boðið upp á markasúpu. Manuel Akanji minnkar muninn með skalla pic.twitter.com/1qhywbWT2H
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022
Athugasemdir