Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 07. janúar 2020 14:51
Elvar Geir Magnússon
Alexis Sanchez stytta eyðilögð í Síle
Skemmdirnar á Alexis Sanchez styttunni.
Skemmdirnar á Alexis Sanchez styttunni.
Mynd: Twitter
Búið er að eyðileggja styttu af Alexis Sanchez í Tocopilla, heimabæ hans í Síle.

Sanchez er leikjahæsti leikmaður landsliðs Síle frá upphafi en hann hefur skorað 41 mark í 124 leikjum.

Styttan var reist 2017 en leikmaðurinn er gríðarlega vinsæll í heimalandinu.

Það eru þó ekki allir sem eru aðdáendur leikmannsins miðað við skemmdarverkin á styttunni.

Sanchez er nú hjá Inter en hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í október.

Skemmdir á styttum fótboltamanna eru reglulega til umfjöllunar í fótbolta, nú síðast stytta Zlatan Ibrahimovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner