
Hinn 38 ára gamli Zlatan gekk í raðir AC Milan á dögunum og gæti spilað sinn fyrsta leik á morgun, þegar Milan tekur á móti Sampdoria í Serie A.
Styttan af Zlatan Ibrahimovic í Malmö hefur loks verið fjarlægð eftir fjölda skemmdarverka sem unnin hafa verið á henni undanfarna mánuði.
Aðfaranótt sunnudags var styttan felld af palli sínum þar sem hún stendur fyrir utan leikvang Malmö FF. Skemmdarvargarnir söguðu annan fótinn af styttunni sem hrundi í kjölfarið til jarðar. Í kjölfarið hefur ákvörðun verið tekin um að fjarlægja styttuna þar sem hún mun augljóslega ekki vera látin í friði.
Zlatan hóf sinn magnaða feril hjá Malmö og var styttan af honum reist síðasta haust, 9. október. Sex vikum síðar, 26. nóvember, tilkynnti Zlatan að hann hafði keypt hlut í Hammarby og sagðist ætla að gera félagið að því stærsta í Skandinavíu.
Hörðustu stuðningsmenn Malmö tóku ekki vel í þetta og gerðu atlögu að styttunni degi eftir tilkynninguna. Fyrsta daginn hengdu þeir klósettsetu á styttuna og um nóttina kveiktu þeir í henni.
Degi eftir það skrifuðu þeir 'Júdas' á hús Zlatan í Malmö og skildu eftir pappaspjald fyrir utan hurðina með skammstöfuninni 'R.I.P.' eða hvíl í friði.
Tveimur vikum síðar, 13. desember, var reipi hengt utan um háls styttunnar og reynt að saga fæturna af en án tilætlaðs árangurs. Níu dögum eftir það, 22. desember, var nefið sagað af styttunni.
Skemmdarverk síðustu nætur eru dropinn sem fyllti mælinn og mun styttan ekki standa fyrir utan leikvanginn framar.
Sjá einnig:
Mikil ólga og reiði í Malmö eftir fréttirnar af Zlatan
Klósettseta hengd á Zlatan styttuna
Kveikt í styttunni af Zlatan í Malmö
Framkvæmdastjóri Malmö ver Zlatan: Samband okkar er náið
Skemmdarvargar skrifuðu Júdas á hús Zlatan
Reyndu að saga fæturna af styttu Zlatan
Mynd: Stytta Zlatan ekki látin í fridi - Nefið sagað af
Styttan af Zlatan í Malmö felld
Athugasemdir