Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. janúar 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Daniel James: Spiltíminn hefur komið á óvart
Daniel James.
Daniel James.
Mynd: Getty Images
Daniel James viðurkennir að það hafi komið sér á óvart hversu mikinn spiltíma hann hefur fengið hjá Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins í júní.

United fékk velska vængmanninn frá Swansea og var búist við því að honum myndi hægt og rólega vera spilað inn í liðið. En hann er oftar en ekki í byrjunarliði Ole Gunnar Solskjær.

James segist vera þakklátur fyrir traustið sem honum er sýnt.

„Ég er gríðarlega sáttur. Þegar ég kom hingað bjóst ég ekki við því að spila svona mikið frá byrjun, en það hefur verið staðreynd. Nú er bara mitt að halda áfram. Ég vil skora meira og leggja meira upp til að hjálpa liðinu," segir James.

Hann segir það hafa hjálpað sér mikið að ná inn mark í 4-0 sigrinum gegn Chelsea í fyrstu umferð.

„Það var ótrúleg tilfinning og gaf mér mikið sjálfstraust. Ég náði svo að fylgja þessari byrjun eftir."

„Þegar Solskjær fékk mig sagði hann mér að ég myndi spila mikilvæga rullu. Ég hef kannski spilað meira en ég bjóst við."

Manchester United tekur á móti Manchester City í kvöld í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner