Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 07. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Danny Drinkwater á leið til Aston Villa
Danny Drinkwater, miðjumaður Chelsea, er mættur á æfingsasvæði Aston Villa í læknisskðun.

Ef ekkert óvænt kemur upp á mun Drinkwater ganga til liðs við Aston Villa á láni út tímabilið.

Drinkwater var á láni hjá Burnley fyrri hluta tímabils en það var engin frægðarför.

Drinkwater spilaði lítið hjá Burnley og var frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir líkamsárás sem hann varð fyrir þegar hann var úti að skemmta sér.

Hinn 29 ára gamli Drinkwater var í meistaraliði Leicester árið 2016 en hann mun nú reyna að finna sitt fyrra form hjá Aston Villa.
Athugasemdir
banner