Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 07. janúar 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Giroud áfram á óskalista Inter
Inter hefur ennþá áhuga á að fá framherjann Olivier Giroud í sínar raðir frá Chelsea þrátt fyrir að engar viðræður hafi átt sér stað síðan um jólin.

Hinn 33 ára gamli Giroud hefur ekkert spilað með Chelsea síðan í nóvember og hann gæti verið á förum í þessum mánuði.

Aston Villa og Newcastle hafa einnig sýnt franska landsliðsmanninum áhuga.

Antonio Conte, þjálfari Inter, er hrifinn af Giroud en hann keypti leikmanninn til Chelsea frá Arsenal í janúar árið 2018.
Athugasemdir