Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Finnst að mín köllun sé að ljúka fótboltakaflanum í bili"
Mér finnst að mín köllun sé að ljúka fótboltakaflanum í bili.
Mér finnst að mín köllun sé að ljúka fótboltakaflanum í bili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar í leik með Ipswich.
Gunnar í leik með Ipswich.
Mynd: Úr einkasafni
Ef þú ert nítján ára og ert ekki að banka á dyrnar hjá aðalliðinu hjá mér, þá muntu aldrei banka á þær dyr
Ef þú ert nítján ára og ert ekki að banka á dyrnar hjá aðalliðinu hjá mér, þá muntu aldrei banka á þær dyr
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Gunnnarsson, faðir Gunnars.
Þorsteinn Gunnnarsson, faðir Gunnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefði verið skemmtilegra að skilja við þetta á skemmtilegri nótum. Síðastliðin fimm ár hafa verið mjög góð, svo að maður horfi frekar á bókina í heild frekar en síðasta kaflann
Það hefði verið skemmtilegra að skilja við þetta á skemmtilegri nótum. Síðastliðin fimm ár hafa verið mjög góð, svo að maður horfi frekar á bókina í heild frekar en síðasta kaflann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef alltaf reynt að vera duglegur í skólanum og þegar ég var úti á Englandi var ég alltaf í fjarnámi af því ferilinn er yfirleitt einungis til 35 ára aldurs þó ég hefði ´meikað‘ það í fótboltanum.
Ég hef alltaf reynt að vera duglegur í skólanum og þegar ég var úti á Englandi var ég alltaf í fjarnámi af því ferilinn er yfirleitt einungis til 35 ára aldurs þó ég hefði ´meikað‘ það í fótboltanum.
Mynd: Heimasíða Ipswich
Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að við í Grindavík fórum ekki upp.
Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að við í Grindavík fórum ekki upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl faðir minn er t.d. gott dæmi um að það er allt hægt. Hann var 43 ára þegar hann fór loksins í mastersnám. Hann skipti algjörlega um feril eftir að hafa verið í fjölmiðlum í mörg ár. Hann er núna orðinn borgarritari og einnig meðlimur í stjórn KSÍ.
Karl faðir minn er t.d. gott dæmi um að það er allt hægt. Hann var 43 ára þegar hann fór loksins í mastersnám. Hann skipti algjörlega um feril eftir að hafa verið í fjölmiðlum í mörg ár. Hann er núna orðinn borgarritari og einnig meðlimur í stjórn KSÍ.
Mynd: Úr einkasafni
Gunnar Þorsteinsson heldur til Bandaríkjanna og mun stunda nám í auðlindaverkfræði við Columbia háskólann næsta árið. Gunnar hefur verið fyrirliði Grindavíkur undanfarin ár en er farinn í ótímabundið leyfi frá fótboltanum, eins og hann sjálfur orðar það.

Fótbolti.net heyrði í Gunnari fyrir áramót og spurði hann út í námið, ákvörðunina að setja fótboltann til hliðar, síðasta sumar með Grindavík og hans gagnrýni á íþróttastarfið í Grindavík á undanförnum árum. Í þessum fyrri hluta ræðir hann um námið og ákvörðunina að ýta fótboltanum til hliðar. Seinni hluti verður birtur á morgun.

Það liggur kannski beinast við að ég spyrji: Getur þú útskýrt hvað auðlindaverkfræði er?

„Heyrðu ég er búinn að vera í miklum vandræðum með að þýða þetta," sagði Gunnar.

„Þetta heitir á enskunni Earth and enviromental engineering og snýr að því hvernig við getum fundið tæknilegar lausnir á því að auka við endurnýjanlega orkugjafa á heimsvísu. Íslendingar erum svo heppnir að við eigum nánast endalaust magn af fallvötnum og jarðhita til að virkja. Þannig að 99,9% af orku á Íslandi er framleidd af endurnýjanlegum orkugjöfum. Við erum í fremstu röð á heimsvísu og það hljómar svolítið skringilega að segja það en vera svo að fara í nám tengt þessu í Bandaríkjunum. Mig langar að leggja mitt af mörkum til þessarar, líklegu stærstu, áskorununnar sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir í sögunni - hnattræn hlýnun."

Á þessum tímapunkti íhugaði fréttaritari að stoppa Gunnar, ræða um fótbolta en ekki „líklega stærstu áskorun mannkyns" eins og Gunnar orðaði það. Það verður rætt um fótbolta í viðtalinu (aðallega í grein morgundagsins), en ekki alveg strax. Gunnar hélt áfram:

„Á bakvið umsókn á svona námi liggur að baki svakaleg skriffinska og maður þarf að kafa virkilega djúpt í stefnumótun á sjálfum sér til að spá í af hverju maður er að gera hlutina. Þetta var mín lending. Ég er með bakgrunn í jarðeðlisfræði og var svo heppinn fyrir þremur árum að fá vinnu hjá HS-orku sem framleiðir rafmagn og þar er einnig unnið með heitt vatn. Ég er búinn með BS-nám í jarðeðlisfræði og hef í einhvern tíma stefnt út í frekara nám."

„En ég var ekki til í að sleppa fótboltanum, fannst ég ekki vera búinn með þann kafla og svo sem er ekki endilega að segja ég sé búinn að leggja skóna á hilluna. Það má segja að þeir séu komnir á hilluna ótímabundið. Framtíðin er svolítið óráðin hjá mér og okkur fjölskyldunni. Þetta nám er keyrt í gegn á tólf mánuðum en svo veit ég ekki hvort ég verð áfram úti, fari í áframhaldandi nám eða komi einfaldlega heim. Ég vildi ekki vera með of digurbarkalegar yfirlýsingar og þess vegna ákvað ég í samstarfi við stjórnina hjá Grindavík að gefið yrði út að ég myndi alla vega ekki leika með liðinu á næsta ári."


Sér Gunnar það á þessum tímapunkti hvernig hann ætlar sér að nýta námið?

„Mjög góð spurning. Tíminn mun leiða það í ljós hvernig ég nákvæmlega mun nýta námið. Ég er að fá framúrskarandi menntun undir handleiðslu fólks sem er að vinna að tæknilegum lausnum, en ég kannski fer ekki of djúpt í það. Þetta mun klárlega hjálpa mér að fá þá tæknilegu þekkingu sem þarf. Þetta er gríðarlega flókið og er þróunin er hröð á þessu sviði. Ég mun spá í gervigreind og hvernig hægt er að nota hana til að gera hlutina betur á þessu sviði."

„Tökum Bandaríkin sem dæmi, þar er meirihluti orkugjafa gas og olía sem eru ekki endurnýjanlegir orkugjafar og fara illa með umhverfið. Það er eitt að geta framleitt allt með sólar- og vindorku, fyrir utan að það eru ekki frábærir orkugjafar. Þ.e.a.s. það er einhver mengun af framleiðslu á búnaði tengdum slíkum orkugjöfum. Sólin skín svo ekkert alltaf og vinda blæs ekkert alltaf, nema hér á Íslandi. Það er ókosturinn við þá orkugjafa, þú bíður ekki heima hjá þér þegar þú ætlar að fara elda kvöldmat eftir því að sólin byrji að skína eða vinda byrja að blása. Það er erfitt að geyma raforku í stórum stíl, hana þarf helst að framleiða á stundinni."

„Ég mun skoða hvernig hægt er að nota stærri rafhlöður eða hvort kjarnorka sé einfaldlega besta lausnin. Þetta er mjög flókið og ég segi ekki að ég leysi þessi mál, það er færasta vísindafólk heimsins sem klórar sér í hausnum yfir þessu."

„Ég komst inn í skólann í haust og frestaði því um hálft ár út af veirunni, ég vildi klára tímabilið með Grindavík og svo spiluðu fjölskylduaðstæður líka inn í, við konan eignuðumst okkar annað barn og vorum ekki til í að eignast barnið í New York. Ástandið var mjög slæmt í fyrstu bylgjunni en er hvað skást þar núna,“
segir Gunnar.

Þú segir að fótboltaframtíðin sé svolítið óráðin. Líturu á það sem mikla fórn að ýta fótboltanum til hliðar?

„Ég er auðvitað frekar ungur að fara í svona ótímabundna pásu, 26 ára gamall. Ég er búinn að vera í þessu frekar lengi, átta ár í meistaraflokki og þar áður voru það tvö ár erlendis (í unglingastarfi hjá Ipswich). Fótboltinn er búinn að vera númer eitt allt mitt líf, þannig séð. Hann var það þrátt fyrir krefjandi nám, allt hefur vikið fyrir fótboltanum. Ég var heppinn að fá flott starf, þegar ég var að klára námið hér á Íslandi, þar sem iðnaðurinn hér á landi er tiltölulega lítill."

„Mér finnst að mín köllun sé að ljúka fótboltakaflanum í bili. Ég er búinn að gefa mig allan í fótboltann og upplifi núna að það séu aðrir hlutir sem taka við, eitthvað sem gerist hjá manni í lífinu. Ég er ótrúlega heppinn að hafa átt ótrúlega auðvelt með að læra frá því að ég var barn, ólst upp í hvetjandi umhverfi námslega séð, kennarabarn og mikið lagt upp úr því að ganga til mennta í fjölskyldunni. Ég hef alltaf reynt að vera duglegur í skólanum og þegar ég var úti á Englandi var ég alltaf í fjarnámi af því ferilinn er yfirleitt einungis til 35 ára aldurs þó ég hefði ´meikað‘ það í fótboltanum. Á móti er fólk á vinnumarkaði þangað til þú ert sjötugur, ef þú ert heppinn með skrokkinn."

„Ég er ekki tilbúinn að setja það tækifæri sem ég er að fá núna á ís í einhvern tíma og kannski missa svolítið af lestinni þar meðan ég spila kannski fótbolta í tíu ár í viðbót. Ákvörðunin er tekin af vandlega yfirlögðu ráði og átti sér langan aðdraganda, tengist því ekkert að við féllum í fyrra eða árangri sumarsins. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun í raun fyrir tveimur árum, þá tók ég ákvörðun um að ég vildi fara erlendis í framhaldsnám.“


Columbia-háskóli, frá mér sem leikmanni, hljómar eins og risastórt dæmi. Hversu langan tíma tekur þetta umsóknarferli og hversu margir eru teknir inn?

„Ég tók þetta saman og þetta voru hátt í 200 klukkutímar sem fóru í umsóknina. Þetta er gríðarleg vinna og mikil samkeppni að komast í þessa bestu skóla. Columbia er hluti af Ivy-league íþróttadeildinni þar sem þessir gömlu Austurstrandarskólar eru, s.s. Harvard, Princeton og Yale. Ég sótti um í annan skóla og komst þar inn líka en fannst prógramið í Columbia hentar mér betur."

„Þetta er svakaleg vinna, þú þarft að taka stöðluð próf í stærðfræði og ensku, þarft að skrifa tvær ritgerðir og vera með meðmælendur. Mér skilst að 10-20% þeirra sem sækja um fái inngöngu. Ég lagði inn umsóknina fyrir ári síðan og hafði unnið mjög markvist að henni í hálft ár. Ég þurfti að taka stöðluðu prófin nokkrum sinnum, til að ná þeirri einkunn sem ég taldi mig vera nógu færan til að ná.“

„Þetta er gríðarlega dýr pakki og það þarf að greiða allt úr eigin vasa. Margir hafa spurt mig af hverju ég fer ekki bara til Norðurlandana. Fólki finnst maður jafnvel vera óabyrgur að vera fara með tvö lítil börn á þessum tímum. Ég er með mjög gott fólk í kringum mig, meðal annars tengt heilbrigðisgeiranum, og þar eru allir frekar rólegir yfir þessu. Það hafa verið nokkrar hindranir á leiðinni og ég er gríðarlega spenntur að þetta sé loksins að vera að veruleika.“

„Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að við í Grindavík fórum ekki upp. Það hefði verið skemmtilegra að skilja við þetta á skemmtilegri nótum. Síðastliðin fimm ár hafa verið mjög góð, svo að maður horfi frekar á bókina í heild frekar en síðasta kaflann.“


Þú talar um að missa mögulega af lestinni í tengslum við vinnumarkaðinn. Er horft í aldur umsækjenda inn í námið í Columbia?
Gunnar fór talsvert dýpra en í ´nei´eða ´já´ við þessari spurningu.

„Ef ég fæ að líkja þessu aðeins við fótboltann á sínum tíma, þegar ég var í unglingastarfinu hjá Ipswich á sínum tíma. Ég ásamt mörgum öðrum vorum í unglinga- og varaliðinu en að standa sig þar er engin ávísun á að komast að hjá aðalliðinu, það er gríðarleg samkeppni. Mick McCarthy þurfti að taka ákvörðun með mig á sínum tíma og kallaði mig inn á skrifstofu. Mick er eldri en tvævetur í bransanum og frægt á HM2002 þegar hann rak Roy Keane heim úr írska liðinu.“

„Hann sagði við mig: ´Ef þú ert nítján ára og ert ekki að banka á dyrnar hjá aðalliðinu hjá mér, þá muntu aldrei banka á þær dyr‘.“

„Þetta er kannski ekki alveg eins með skólann - á Íslandi byrjar maður í háskólanámi um tvítugt. Í Bandaríkjunum byrjaru átján ára og byrjar í framhaldssnámi 22 ára. Ég er 26 ára að verða 27. Þetta er eins og með allt annað, ef þú byrjar fyrr þá hefuru lengri tíma, eftir að þú ert búinn að mennta þig, til þess að vinna þig upp. Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt, karl faðir minn er t.d. gott dæmi um að það er allt hægt. Hann var 43 ára þegar hann fór loksins í mastersnám. Hann skipti algjörlega um feril eftir að hafa verið í fjölmiðlum í mörg ár. Hann er núna orðinn borgarritari og einnig meðlimur í stjórn KSÍ."

„Hvað mig varðar þá finn ég að þetta er eina rétta ákvörðunin. Ég hef það mikla trú á mínum eiginleikum, að ég geti náð það langt að það myndi hamla minni framþróun ef ég myndi geyma þetta í fimm – tíu ár í viðbót. Annar stór kostur við að gera þetta núna er sá að strákarnir mínir eru á mjög meðfærilegum aldri og það væri erfitt að rífa þá eftir tíu ár, minna mál að fara með þá tvo litla.“


Einhver lokaorð?

„Ég er mjög vel kvæntur, barnsmóðir mín er sjálf tengd inn í íþróttir og hefur sýnt því skilning að ég hef verið í krefjandi vinnu og í fótbolta. Maður er ekkert endilega alltaf svakalega mikið heima, það er gott að eiga góða að," sagði Gunnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner