Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 07. janúar 2021 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Schalke lánar velskan landsliðsmann til Stoke (Staðfest)
Stoke City hefurt tilkynnt að liðið hefur fengið Rabbi Matondo að láni frá Schalke út þetta tímabil.

Rabbi er velskur landsliðsmaður sem spilar á hægri vængnum.

Rabbi er tvítugur og er fæddur í Liverpool. Hann er uppalinn hjá Cardiff og Manchester City en gekk í raðir Schalke árið 2019.

Hann lék einungis tvo deildarleiki með Schalke á fyrri hluta tímabilsins, Schalke hefur verið í miklum vandræðum.

Stoke er í 8. sæti Championship-deildarinnar og næsti deildarleikur er gegn Blackburn eftir rúma viku. Jason Tindall er stjóri félagsins.
Athugasemdir
banner
banner