Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. janúar 2022 18:27
Victor Pálsson
Úrvalsdeildin færði leik Chelsea - „Við skiljum þetta ekki"
Mynd: EPA
Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea, starfar í dag hjá félaginu en hann var ráðinn inn sem tæknilegur ráðgjafi í fyrra. Cech var lengi einn besti markvörður Englands og spilaði einnig með Arsenal undir lok ferilsins.

Cech og aðrir hjá Chelsea eru mjög vonsviknir með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að færa leik liðsins við Brighton á þriðjudaginn 18. janúar, þremur dögum eftir leik við Manchester City.

Enska úrvalsdeildin þurfti að færa þennan leik vegna leiks sem Chelsea á að spila í heimsmeistarakeppni félagsliða í næsta mánuði en hann átti upphaflega að fara fram 8. febrúar.

Þetta þýðir að Chelsea þarf að spila sjö leiki samtals í janúar og eru þrír af þeim með átta daga millibili eða frá 15. janúar til 23. janúar.

„Við erum engin undantekning og það er alveg ljóst að við höfum verið í vandræðum síðustu vikur vegna fjarverandi leikmanna," sagði Cech en margir stjórar hafa kvartað yfir miklu álagi á þessu tímabili.

„Þess vegna var það mjög svekkjandi að heyra af því að leikurinn við Brighton hafi verið færður á þriðjudaginn 18. janúar þegar við teljum að það séu mun betri tímar til að spila þennan leik."

„Við höfum miklar áhyggjur af heilsu okkar leikmanna og skiljum ekki af hverju miðvikudagurinn 19. desember var ekki betri kostur þar sem bæði lið spila næsta leik sinn sunnudaginn 23. janúar."
Athugasemdir
banner
banner
banner