lau 07. janúar 2023 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfons hrósar stuðningsmönnunum - „Stóðust undir væntingum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfons Sampsted lék sinn fyrsta leik fyrir Twente í gær þegar liðið lagði Emmen 2-0 í hollensku deildinni.


Hann var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma. Hann var í viðtali eftir leikinn.

„Þetta var góður dagur, ég hef heyrt af stuðningsmönnunum áður, þeir stóðust undir væntingum, þetta var góður dagur fyrir félagið, 2-0 og halda hreinu," sagði Alfons.

„Orkan sem þú færð frá stuðningsmönnunum þegar þeir byrja að syngja gefur þér auka 5-10%, það er ástæðan fyrir því að við getum byrjað leiki af mikilli ákefð."

Hann var ánægður með eigin framlag í leiknum.

„Alltaf gott fyrir varnarmann að halda hreinu. Að fá meira en 60 mínútur er gott skref í áttina að því að vera í nógu góðu formi til að spila 90 minútur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner