Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea og Man Utd töpuðu - María lék með United
María Þórisdóttir þreytti frumraun sína með Man Utd.
María Þórisdóttir þreytti frumraun sína með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Taplaus hrina Chelsea á enda.
Taplaus hrina Chelsea á enda.
Mynd: Getty Images
Það voru mjög óvænt úrslit í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag.

Chelsea hafði farið í gegnum 33 deildarleiki án þess að tapa þegar liðið tapaði loksins í dag. Chelsea fékk Brighton í heimsókn og tapaði 1-2 á heimavelli. Sam Kerr kom Chelsea yfir á fimmtu mínútu en Brighton jafnaði stuttu síðar og skoraði sigurmark á 78. mínútu.

Brighton er í áttunda sæti deildarinnar en Chelsea er á toppnum. Þessi úrslit gera mikið fyrir spennuna í deildinni.

Manchester United mistókst að komast á toppinn þar sem liðið tapaði einnig á heimavelli, en gegn Reading. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Reading sem er í sjötta sæti. Man Utd er í öðru sæti með 32 stig, eins og Chelsea, en toppliðið hefur spilað leik minna en United.

María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir Man Utd, hennar fyrsti leikur fyrir félagið. Hún spilar með norska landsliðinu en er dóttir Íslendingsins Þóris Hergeirssonar, sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta.

Man City er tveimur stigum frá Chelsea og Man Utd eftir góðan útisigur gegn Arsenal sem er í fjórða sæti.

Dagný Brynjarsdóttir var ekki í hóp hjá West Ham sem gerði jafntefli við Bristol City. Dagný gekk nýverið í raðir West Ham, en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins:
Man Utd 0 - 2 Reading
Chelsea 1 - 2 Brighton
Everton 1 - 1 Birmingham
Arsenal 1 - 2 Man City
West Ham 1 - 1 Bristol City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner