Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Stór hluti leiksins stórkostlegur hjá okkur
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Stór hluti leiksins var stórkostlegur hjá okkur. Ég sé í augum þínum að þú sérð það öðruvísi. Mér fannst við standa okkur mjög vel," sagði Jurgen Klopp við Sky Sports eftir 1-4 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Ef við hefðum náð að aðlaga okkur örlítið þá hefðum við aftur verið inn í leiknum en í byrjun seinni hálfleiks þá buðum við ekki upp á nægilega mikla möguleika í spilinu og gáfum mark."

„Við gáfum þeim of mörg tækifæri. Þeir skoruðu þetta mark og við náðum að jafna. Við vorum góðir aftur en gerðum svo tvö risastór mistök. Það er erfitt að lenda 3-1 undir gegn þeim og svo gerði Foden frábærlega í fjórða markinu."

„Ef við spilum fótbolta eins og við gerðum lengi vel í kvöld þá munum við vinna fótboltaleiki, 100 prósent."

Alisson, markvörður Liverpool, gerði stór mistök í öðru og þriðja marki City. „Við gáfum honum líka ekki marga möguleika, sérstaklega í öðru markinu. Í þriðja markinu hitti hann bara ekki boltann, kannski voru fætur hans bara kaldir. Það hljómar skringilega en þið vitið ekki hvernig staðan var. Hann hefur bjargað lífi okkar oft en í kvöld gerði hann mistök."

Það hefur gengið illa hjá Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu en liðið er samt sem áður í fjórða sæti. Um Meistaradeildarbaráttuna segir Klopp: „Við munum reyna allt. Það er fullt af leikjum aftur en við verðum þá að vinna leiki."

Í samali við BBC að frammistaðan hefði að minnsta kosti verið nægilega góð til að fá jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner