Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 07. febrúar 2023 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U17 vann æfingamótið í Portúgal - Sigurmark í uppbótartíma
Sáttar með sigurinn!
Sáttar með sigurinn!
Mynd: Aðsend

Ísland 2-1 Finnland
Mörk Íslands: Sigdís Eva Bárðardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir.

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og vann æfingamótið í Portúgal sem liðið hefur verið að spila á undanfarna daga.


Liðið gerði jafntefli við heimastúlkur í fyrsta leik og fylgdi því eftir með sigri á Slóvakíu.

Liðið mætti grönnum sínum frá Finnlandi í lokaleiknum í kvöld.

Finnar voru marki yfir í hálfleik en Sigdís Eva Bárðardóttir jafnaði metin með glæsilegu marki þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það stefndi allt í jafntefli en þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma laumaði Ísabella Sara Tryggvadóttir sér á fjærstöngina og skoraði sigurmarkið.

Ísland endar á toppi riðilsins á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner