Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Griezmann um kvartanir Real Madrid: Þetta er vitleysa
Mynd: Getty Images
Real Madrid sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum eftir tap liðsins gegn Espanyol í síðsutu umferð deildarinnar. Liðið var allt annað en sátt með dómgæsluna í leiknum.

Real vildi meina að Carlos Romero hafi átt að fá rautt spjald áður en hann skoraði síðan sigurmark leiksins. Þá gagnrýndi Carlo Ancelotti dómgæsluna eftir leikinn.

Real Madrid mætir Atletico Madrid í toppslag um helgina. Það hefur verið mikil umræða í spænskum fjölmiðlum um yfirlýsingu Real Madrid en Antoine Griezmann, leikmaður Atletico, tjáði sig um málið.

„Við verðum að hætta þessu því fyrir mér er þetta bara vitleysa. Að lokum eru það þið, fjölmiðlafólkið, sem gerir þetta að stærra vandamáli eða ekki," sagði Griezmann.

„Ef þið segið ekkert, ef félag sendir frá sér yfirlýsingu og enginn talar um það verður ekki svona mikil pressa á dómurunum. Þeir fara örugglega í leiki hræddir við að gera mistök því þeir vita að allir eru að horfa og það er ekki gott."

„Við þurfum að láta þá í friði, það er nóg fyrir þá að takast á við okkur á vellinum án þess að þurfa að bera þetta bull á bakinu utan vallar líka. Ég trúi því að þetta sé öllum að kenna, félögunum, stjórnendum og fjölmiðlafólki. Það þurfa allir að láta dómarana í friði," sagði Griezmann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner