Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433 
Róbert Orri tognaði og missir af Evrópuleikjum Víkings
Mynd: Víkingur
Róbert Orri Þorkelsson varð fyrir því óláni í gær að togna strax í byrjun leiks Víkings gegn HK í Lengjubikarnum. Varnarmaðurinn þurfti að fara af velli strax á sjöttu mínútu.

Róbert var að spila sinn fyrsta leik fyrir Víking en hann gekk í raðir félagsins á sunnudag.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir í samtali við 433.is að Róbert hefði tognað aftan í læri í leiknum. Kári segir Róbert eigi eftir að fara í myndatöku en leikmaðurinn verður frá næstu vikurnar.

Víkingur spilar á næstu vikum gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeidlarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Helsinki næsta fimmtudag og viku seinna mætast liðin í Aþenu.
Athugasemdir
banner
banner
banner