Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 03. febrúar 2025 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er virkilega góð. Það eru hrikalega spennandi tímar framundan og mér líður mjög vel," segir Róbert Orri Þorkelsson sem er genginn í raðir Víkinga.

Róbert Orri er 22 ára gamall varnarmaður sem er alinn upp hjá Aftureldingu en hann spilaði með Breiðabliki í tvö ár áður en hann gekk til liðs við CF Montreal þar sem hann lék 21 leik í MLS deildinni frá 2021-2023.

Hann var síðan lánaður til Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Róbert á fjóra A-landsleiki að baki og 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var fyrirliði U21 landsliðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá stóð valið hjá honum á milli Vals og Víkings, en Breiðablik blandaði sér ekki mikið í baráttuna.

„Mér leist vel á Víkingana. Það hefur sýnt sig síðustu ár að þeir hafa verið að standa sig vel. Það eru spennandi leikir framundan í Evrópu. Það er allt spennandi í kringum liðið og sérstaklega með Sölva sem þjálfara og Kára þarna líka. Þeir ættu að geta kennt manni eitthvað sem fyrrverandi hafsentar. Ég held að ég geti lært mikið hérna til að verða betri leikmaður," segir Róbert.

Leist best á Víking
Planið var ekki að koma heim til Íslands en hann segir að það hafi verið best í stöðunni núna. Markmiðið er að fara aftur út í atvinnumennsku svo.

„Það voru einhver lið sem höfðu samband en mér leist best á Víking. Ég var ekkert að velja um Breiðablik, það kom ekki upp á borð hjá mér. Mér leist best á Víking, það er bara þannig."

Er svekkjandi að Breiðablik sé ekki að koma að borðinu?

„Nei, það eru engar vondar tilfinningar. Sumir telja einhverja aðra kosti vera betri og maður verður að virða það. Ég pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt."

Róbert er spenntur fyrir því að taka þátt í verkefninu sem er framundan með Víkingi.

„Þetta er mjög gott umhverfi svo ég geti bætt mig og gert vel. Ég er þvílíkt sáttur. Það er ekki langt í leiki gegn Panathinaikos sem er virkilega spennandi. Vonandi get ég tekið þátt og verið góður," segir Róbert Orri sem er hungraður í að gera vel á nýjum stað.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner