Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja gera Dalic að launahæsta landsliðsþjálfara í heimi
Zlatko Dalic.
Zlatko Dalic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltasambandið í Katar hefur áhuga á því að ráða Zlatko Dalic til starfa. Frá þessu er sagt í króatískum fjölmiðlum í dag.

Dalic er 58 ára gamall og hefur verið landsliðsþjálfari Króatíu frá 2017. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri sem landsliðsþjálfari Króatíu og stýrði liðinu til silfurs á HM 2018 og brons á HM 2022.

Katar reyndi að ráða Dalic sem landsliðsþjálfara undir lok síðasta árs og er núna að reyna aftur.

Samkvæmt króatískum fjölmiðlum hefur katarska sambandið tvöfaldað tilboðið fyrir Dalic og er núna að bjóða honum 12 milljónir evra á ári sem myndi gera hann að launahæsta landsliðsþjálfara heims.

Dalic er samningsbundinn Króatíu til 2026 og hefur sagt að hann ætli að standa við þann samning.
Athugasemdir
banner
banner