Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Dortmund: Sex breytingar frá fyrri leiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Chelsea tekur á móti Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafa byrjunarlið beggja liða verið staðfest.


Graham Potter gerir tvær breytingar á varnarlínu Chelsea eftir 1-0 sigur gegn Leeds um helgina. Reece James og Marc Cucurella koma inn í byrjunarliðið fyrir Ruben Loftus-Cheek og Benoit Badiashile.

Hann gerir þá fjórar breytingar frá fyrri viðureign þessara liða í 16-liða úrslitunum, þegar Dortmund hafði betur 1-0 á heimavelli. Raheem Sterling, Wesley Fofana, Mateo Kovacic og Marc Cucurella voru ekki í byrjunarliðinu í tapinu í Þýskalandi.

Til samanburðar gerir Edin Terzic aðeins tvær breytingar á liði Dortmund sem sigraði Chelsea í fyrri leiknum. Terzic neyðist til að gera báðar þessar breytingar þar sem Alexander Meyer tekur markmannsstöðuna af Gregor Köbel og byrjar Marco Reus í framlínunni í stað Karim Adeyemi. Köbel er tæpur og Adeyemi er meiddur.

Jude Bellingham er á sínum stað á miðju Dortmund og er samlandi hans, hinn ungi Jamie Bynoe-Gittens, á bekknum.

Chelsea mætir til leiks með þriggja manna varnarlínu og mun Pierre-Emerick Aubameyang ekki koma við sögu því hann er ekki skráður í Meistaradeildarhóp Chelsea.

Chelsea: Kepa, James, Cucurella, Koulibaly, Fofana, Chilwell, Kovacic, Fernandez, Sterling, Havertz, Felix
Varamenn: Bettinelli, Bergstrom, Pulisic, Loftus-Cheek, Chalobah, Mudryk, Zakaria, Ziyech, Gallagher, Hall, Chukwuemeka

Dortmund: Meyer, Wolf, Süle, Schlotterbeck, Guerreiro, Emre Can, Salih Ozcan, Brandt, Bellingham, Reus, Haller
Varamenn: Kobel, Unbehaun, Reyna, Dahoud, Hummels, Modeste, Malen, Meunier, Passlack, Rothe, Bynoe-Gittens, Coulibaly


Athugasemdir
banner
banner
banner