Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Cancelo ósáttur við stöðu sína hjá Bayern
Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo er geymdur á bekknum hjá Bayern München og þýskir fjölmiðlar segja hann ósáttan með stöðu mála.

Cancelo fór til Bayern á lánssamningi í janúarglugganum en hann hafði færst aftar í goggunarröðina hjá Englandsmeisturunum. Sögusagnir voru um að samband hans og Pep Guardiola væri slæmt.

Hann fór vel af stað hjá Bayern en er nú dottinn á bekkinn.

Bayern er sagt vera með ákvæði um að geta keypt Cancelo fyrir 62 milljónir punda en ekki eru taldar miklar líkur á því eins og staðan er núna að félagið nýti sér það.

Cancelo var ónótaður varamaður í 2-1 sigri Bayern gegn Stuttgart á sunnudag en í tveimur leikjum þar á undan hafði hann komið inn sem varamaður.

Cancelo verður væntanlega áfram á bekknum á morgun þegar Bayern leikur seinni leikinn við PSG í Meistaradeildinni. Bayern vann fyrri leikinn 1-0. Josip Stanisic byrjar líklega hjá þýska stórliðinu.
Athugasemdir
banner